Ölfus

Líkamsrækt Þorlákshafnar

Líkamsræktin er staðsett á annari hæð íþróttamiðstöðvarinnar. Í líkamsræktinni eru ýmis upphitunartæki, lyftingartæki, rekkar, bekkir og laus lóð. Einnig er minni salur í líkamsræktinni sem notaður er í hóptímum og tilvalinn í teygjuæfingar og endurhæfingu. Á efri hæðinni eru 2 búningsklefar ásamt 2 pottum og köldu kari sem eru í boði fyrir ræktargesti þeim að kostnaðarlausu.

Sundlaug Þorlákshafnar

Í Þorlákshöfn er 25 metra sundlaug, tveir pottar, vaðlaug, tvær vatnsrennibrautir og innsundlaug með fjölda vatnsleiktækja. Innilaugin er einkar barnvæn, aðeins 45 cm djúp og mjög vinsæl hjá yngstu kynslóðinni. Við laugina er vatnsgufa, tveir rúmgóðir búningsklefar og tveir útiklefar. Sér búningsaðstaða er fyrir fatlaða.